Seigla

Seigla er tónlistarhátíð í Hörpu sem býður upp á fjölbreytta viðburði þar sem hið hefðbundna tónleikaform er brotið upp. Þetta árið fáum við kannski að fara með drykki inn í salinn, kannski fáum við að heyra skoðun flytjenda á tónlistinni eða sögur þeirra um hvernig þeir kynntust henni, eða kannski fáum við að fagna með flytjendum á lokahófi eftir helgina? Á Seiglu er leitast við að skapa upplifun sem er ekki bara ánægjuleg og gefandi, heldur vekur líka athygli áhorfenda og flytjenda hvað þetta allt skuli eiginlega þýða. Á Seiglu þykir mikilvægt að skapa samfélag þar sem tónleikasókn er ekki bara upplifun einstaklingsins heldur staður þar sem við komum saman og eigum góða stund með tónlist og fólki.


Hátíðardagskrá Seiglu í ár fer að miklu leyti fram í Norðurljósum, og svo verða líka spennandi tónleikar með nýrri tónlist í Flóa,  og í bílakjallaranum þar sem flytjendur fara með áhorfendur í ferðalag um Hörpu, svo býður Seigla líka á tónleikaspjall með flytjendum í Yoko-horni.






Skipuleggjendur
hátíðarinnar




Pétur Ernir
Svavarsson
Erna Vala
Vera Hjördís
Matsdóttir
Þorgrímur
Þorsteinsson
Elvar Smári
Júlíusson
Erla Rut
Árnadóttir