Hollvinir Seiglu

Seigla er sjálfstæð tónlistarhátíð sem reiðir sig á stuðning bakhjarla og hollvina. Hollvinafélag Seiglu stuðlar að því að hátíðin geti staðið straum af kostnaði á hverju ári og er ómissandi partur af því að Seigla lifi áfram. Við erum ótrúlega þakklát öllum hollvinum okkar og stuðningi þeirra. Með því að ganga í Hollvinafélag Seiglu styður þú við einstakt tónlistarstarf í mótun og tekur virkan þátt í að tryggja framtíð hátíðarinnar.


Sem hollvinur færðu:

- Einn frían miða á tónleika Seiglu á ári

- Afslátt af öllum viðburðum hátíðarinnar

- Regluleg fréttabréf og innsýn í dagskrá og þróun

- Þakklæti og hlýhug frá öllu teyminu og listafólki Seiglu


Árlegt aðildargjald er 8.000 kr, en öll framlög, stór og smá, skipta máli og eru hjartanlega velkomin.
Skráðu þig eða fáðu nánari upplýsingar með því að senda okkur línu á hollvinir@seiglafestival.com.


Söfnunarreikningur Seiglu:
Rknr: 0133-26-019193
Kt. 5608720-0680

Um hátíðina

Bakhjarlar

Hollvinir


Seigla og Listaháskóli Íslands

Seigla og Royal Academy







Hollvinir

Víkingur Heiðar Ólafsson

Inga Ásta Hafstein

Þórunn Þórólfsdóttir

Kolbrún Linda Ísleifsdóttir

Árni Blandon

María Konráðsdóttir

Jón Ragnar Höskuldsson

Peter Máté

Grímur Helgason

Erna Vala Arnardóttir