Bakhjarlar
Við erum óendanlega þakklát þeim sem standa með okkur, styrktarsjóðum, stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum, sem trúa á gildi tónlistar, sköpunar og samfélags. Þessi hátíð kemur saman og er afrakstur hugmynda, vinnu og vona, en hún verður aðeins að veruleika með aðstoð bakhjarla.
Seigla reiðir sig á bakhjarla og styrki til að halda áfram að skapa vettvang fyrir fjölbreytta, framsækna og persónulega tónlistardagskrá. Með ykkar hjálp getum við haldið áfram að styðja við tónlistarfólk, bjóða nýjar raddir velkomnar og skapa rými fyrir þessa hátíð.
Við erum alltaf að leita að nýjum samstarfsaðilum og velunnurum sem vilja taka þátt í að efla líf tónlistarinnar og styrkja menningarlíf á Íslandi. Ef þú eða fyrirtækið þitt hefur áhuga á að styðja við Seiglu, endilega hafðu samband með því að senda póst á bakhjarlar@seiglafestival.com, við tökum fagnandi á móti hvers kyns stuðningi.
Takk fyrir að trúa á Seiglu og styðja tónlistina.
Bakhjarlar
Hollvinir
Seigla og Listaháskóli Íslands
Seigla og Royal Academy