Seigla og Listaháskóli Íslands

Seigla og Listaháskóli Íslands eiga í skapandi samstarfi sem miðar að því að efla tengsl tónlistarhátíðarinnar við ungt og metnaðarfullt listafólk. Nemendum við Listaháskóla Íslands gefst tækifæri til að taka virkan þátt í hátíðinni með því að starfa sem sjálfboðaliðar og fá þannig dýrmæta innsýn í skipulag og framkvæmd tónlistarviðburða á faglegum vettvangi.


Sjálfboðaliðastarf á Seiglu getur falið í sér fjölbreytt verkefni, allt frá almennri aðstoð við tónleika og gesti yfir í tæknimál, kynningar og sköpun efnis fyrir miðla. Með þessu samstarfi viljum við skapa vettvang fyrir nemendur til að kynnast starfsemi sjálfstæðrar tónlistarhátíðar, efla tengslanet sitt og taka þátt í að móta lifandi listasenuna á eigin forsendum. Sjálfboðaliðum er boðið að sækja alla viðburði hátíðarinnar ásamt að taka þátt í viðburðum sem listafólki og skipuleggjendum Seiglu stendur til boða.


Við í Seiglu erum þakklát fyrir það mikilvæga framlag sem nemendur Listaháskólans leggja til hátíðarinnar og hlökkum til að þróa þetta samstarf áfram á komandi árum.



Um hátíðina

Bakhjarlar

Hollvinir


Seigla og Listaháskóli Íslands

Seigla og Royal Academy




Viltu vera sjálfboðaliði á Seiglu 2025?





Ert þú nemandi í Listaháskólanum og hefur áhuga á að taka þátt í Seiglu?


Þú getur sótt um að vera með í sjálfboðaliðateymi Seiglu með því að fylla inn umsóknarformið til hliðar. Ef þú hefur spurningar eða vilt fá upplýsingar um verkefnið er velkomið að senda póst á info@seiglafestival.com.