Bergmál
norðursins


9. ágúst kl. 19:30, Norðurljós

Kaupa miða

Opnunartónleikum Seiglu mun Júlíanna Ósk Hafberg myndlistarkona umbreyta í listasýningu, myndræna túlkun á frásögn tónlistarinnar, sem verður sýnileg áhorfendum á meðan henni stendur. Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Kristín Sveinsdóttir mezzósópran flytja gullmola norrænnar söngtónlistar eftir Ture Rangström, Jórunni Viðar og Jean Sibelius.
Að tónleikunum loknum stendur listasýningin opin í Norðurljósum þar sem fólk getur gengið um salinn, virt fyrir sér myndlistarverkin sem urðu til á meðan flutningnum stóð, lesið ljóðatextana samhliða og spjallað við gesti og flytjendur.

Myndlistarsýningin mun síðan standa gestum Hörpu og Seiglu opin í Hörpuhorni yfir hátíðarhelgina.




Hátíðaropnun

Í ár hefst Seigla hátíðaropnun í fallega og bjarta rýminu fyrir aftan Silfurberg sem er kallað Eyri. Þar munu skipuleggjendur hátíðarinnar kynna Seiglu, tilurð hennar og fólkið á bakvið hana. Komdu og fáðu þér drykk í Eyri fyrir opnunartónleikana ásamt flytjendum Seiglu á meðan Pétur Ernir og Vera Hjördís munu fara í gegnum og kynna hátíðardagskrá ársins og hápunkta helgarinnar. Erna Vala, listrænn stjórnandi og stofnandi Seiglu kynnir fólk hátíðarinnar þetta árið. Þá ætlar Ingibjörg Ragnheiður Linnet trompetleikari að leika stutt verk til að opna hátíðina. 





Efnisskrá

Jórunn Viðar 
            Vort líf 
            Vorljóð á Ýli 
            Við Kínafljót 

Jean Sibelius, op. 88 
            Blåsippan
            De bägge rosorna 
            Vitsippan
            Sippan 
            Törnet 
            Blommans öde 

Jórunn Viðar
            Sönglað á göngu
            Únglingurinn í skóginum  
            Glugginn 
            Mamma ætlar að sofna 

Ture Rangström
            Melodi
            Gammalsvenskt
            Afskedet
            Pan
            Vingar i natten
            Bön til natten

Atli Heimir Sveinsson 
            Smávinir fagrir
Fram koma

Jóna G. Kolbrúnardóttir
Sópran

Ástríður Alda Sigurðardóttir
Píanóleikari

Kristín Sveinsdóttir
Mezzósópran

Júlíanna Ósk Hafberg
Myndlistarkona