Trompetinn & mannsröddin
10. ágúst kl. 15:30, Norðurljós
Kaupa miða
Það er áhugavert hve margt er sameiginlegt meðal trompetsins og sópranraddarinnar, en tónsvið þessara tveggja er nánast það sama. Á þessum tríótónleikum munu tónverk eftir Alessandro Scarlatti og Wolfgang Plagge fá að njóta sín, en þetta eru tónskáld fædd með nokkurra alda millibili. Þau sameinast þó í áhuga á því að láta trompet líkja eftir svífandi línum raddarinnar, og öfugt. Þá munu Íris Björk Gunnarsdóttir sópransöngkona, Ingibjörg Ragnheiður Linnet trompetleikari og Herdís Ágústa Linnet píanóleikari einnig flytja eigin útsetningar á verkum Jórunnar Viðar og Richard Strauss, þar sem flytjendur munu gera tilraunir til að afhjúpa líkindi hljóðfæra sinna í gegnum endurtekin mótíf og skapa samræður milli trompetsins og raddarinnar.
Þessir tónleikar beina sviðsljósinu að sambandi trompetsins og mannsraddarinnar og fagna sameiginlegum eiginleikum þessara tveggja ólíku hljóðfæra. Áhorfendum er boðið upp á spennandi upplifun þar sem tónlist og tjáning fléttast saman á leið sem ekki er oft fetuð á kammertónleikasviði.
Efnisskrá
Wolfgang Plagge: Liber Sequentiarium
Ecce Pulcra
Innocentem Te Servati
Gaudete Vos Fideles
Alessandro Scarlatti: Tvö lög úr 7 arie con tromba sola
4. Rompe sprezza
6. Mio tesoro per te moro
Marcel Bitsch
Quatre Variations sur un thème de Domenico Scarlatti
Jórunn Viðar
Vökuró
Þjóðlag úr Álfhamri
Vorljóð á Ýli
Kall sat undir kletti, úts. fyrir sópran, trompet og píanó
Richard Strauss
Morgen
Wiegenlied, úts. fyrir sópran, trompet og píanó
Fram KOMA
Íris Björk Gunnarsdóttir
Sópransöngkona
Ingibjörg Ragnheiður Linnet
Trompetleikari
Herdís Ágústa Linnet
Píanóleikari