Ingibjörg Ragnheiður Linnet




Ingibjörg Ragnheiður Linnet er trompetleikari sem er uppalin í Kópavogi en er búsett í Osló vegna náms. Árið 2019 hóf hún nám við Royal College of Music í Stokkhólmi þaðan sem hún útsrkifaðist vorið 2022. Kennarar hennar þar voru Joakim Agnas, Tom Poulson og Michael Streijffert. Í framhaldi af því hóf hún mastersnám í Norges Musikkhögskola, þar sem kennarar hennar eru Jonas Haltia, Wim van Hasselt og Tine Thing Helseth. Vorið 2022 lék hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Ungum einleikurum. Sama vor kom hún fram sem einleikari ásamt píanistanum Albert Dahlöf með strengjasveit konunglega tónlistarháskólans í Stokkhólmi með fyrsta píanókonsert Shostakovich. Haustið 2024 mun hún leika einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Samhliða náminu hefur Ingibjörg leikið með hinum ýmsu hljómsveitum og kammerhópum í Osló, og hefur leikið með kammersveitinni Elju, og starfað sem leiðbeinandi í lúðrasveitum í Osló.


INGIBJÖRG KEMUR FRAM Á
Trompetinn og mannsröddin