Norðfólk: Óvissuferð náttúruaflanna



11. ágúst kl. 14:30, Bílakjallari 2

Kaupa miða

Þjóðlagadúóið Norðfólk fer með áhorfendur í könnunarleiðangur um tengsl norrænnar þjóðlagatónlistar við náttúruna með tónlistarfólkinu Rebekku Ingibjartsdóttur og Jóni Arnari Einarssyni. Dramatísk náttúra Íslands og Noregs verður sett í samhengi við tónlist og þjóðlagaarf beggja landa í gegnum þessa óvissuferð, þar sem gerð verður tilraun til að brjóta hefðina með því að styrkja samband áhorfenda og flytjenda. Tónleikarnir hefjast í Bílakjallara 2 undir Hörpu, en ferðast verður þaðan yfir í Hörpuhorn og að lokum í Norðurljós. Norðfólk munu nýta fjölbreytt rými Hörpu, gagnvirk lög og eigin útsetningar auk sagna og texta með virkri þátttöku viðstaddra til að skapa minnisstæða upplifun fyrir bæði flytjendur og áhorfendur, og vekja þjóðlagahefðirnar okkar til lífsins.


Efnisskrá

Ómrými - Þjóðlagasyrpa
Fagurt er í Fjörðum
Móðir mín í kví kví
Fagurt syngur svanurinn
Þjóðlagadúettasyrpa
Stóðum tvö í túni
Norskur brúðarmars
Lysthúskvæði
Lystugur
Einsetumaður
Norsk þjóðlagasyrpa
Tunga mín vertu treg ei á
Sorg er sárleg pína
Fjögur sönglög eftir Edvard Grieg
Veslemøy
Ved Rondane 
Söngur Sólveigar 
Møte 
Víglundarsögusyrpa
Ísland farsældar Frón




    Fram KOMA

    Jón Arnar Einarsson
    Rebekka Ingibjartsdóttir