Jón Arnar Einarsson




Jón Arnar Einarsson er ungur íslenskur básúnuleikari, langspils- og píanóleikari, söngvari, tónskáld/útsetjari og tónefnavefjari (program developer). Hann er bæði með BA og MA í tónlist frá Norges Musikkhøgskole. Jón hefur reynslu af ýmsum sviðum á alþjóðavettvangi bæði innan tónlistar- og leikhúsumhverfis. Auk þess hefur hann reynslu sem framleiðandi og höfundur listræns efnis fyrir sviðsframkomu. Hann var framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar RE;SKISSERT í Ósló 2022 og verkefnastjóri alþjóðlegu Shirabe-hátíðarinnar í Vín árið 2022. Árið 2021 var Jón valinn þátttakandi í alþjóðlega frumkvöðlanámskeiðinu European Creative Futures sem fulltrúi frá norska tónlistarháskólanum.

Árið 2022 var hann á ný fulltrúi skólans á THE Blended IP – Responsible Business & Innovation: Business & Arts Innovation Lab, Overhaul of Utility Thinking (BAIL-OUT) í Brussel og á sérstöku námskeiði í West University Timisoara, WUT í 2023 um framtíð skapandi listræns frumkvöðlastarfs (Special intensive programme: Creative Entrepreneurship). Sem viðurkenning á leikni sinni innan skapandi frumkvöðlastarfs var Jón beðinn af tveimur aðskildum námskeiðum að vera aðstoðarkennari 2022-2023 hjá Norges Musikkhøgskole. Annað námskeiðið um nýsköpun og hitt um tónleikahald og tónefnavefjun (program development). Árið 2019 hlaut Jón styrk sem hluti af Listhópum Hins Hússins til að leika og miðla íslenskri þjóðtónlist í Reykjavík. Síðan þá hefur hann spilað langspil og dreift þjóðlagatónlist í mörgum útsetningum, bæði sem einleikari og í litlum sveitum.

Jón hefur einnig leikið á hinni virtu þjóðlagahátíð á Siglufirði við fimm mismunandi tækifæri og unnið náið með framkvæmdastjóra Gunnsteini Ólafssyni. Ofan á þessi afrek gegnir Jón nú stöðu leiðara básúnudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í NORÐFÓLK 2024 verður hlutverk Jóns sem þjóðlagasöngvari, píanó- og langspilsleikari og básúnuleikari.





JÓN ARNAR KEMUR FRAM Á
Norðfólk