Rebekka Ingibjartsdóttir




Rebekka Ingibjartsdóttir er með fjögurra ára BA gráðu í kórstjórn og söng frá Norges Musikkhøgskole. Hún stjórnar norskum og íslenskum kórum í Ósló af fagmennsku og hefur skipulagt og stýrt fjölda verkefna og námskeiða á Íslandi jafnt sem í Noregi. Hún þekkir norsku og íslenska tónlistar- og kórhefð feikna vel og hefur tekið fjölmörg námskeið og ‘masterclass. Þar á meðal norsku þjóðlaganámskeiði við Ole Bull Academy í Voss og tekið þátt í masterklössum þjóðlagatónlist fyrir kóra hjá Grete Pedersen og Gunnari Eriksson. Rebekka er einnig virk sem fiðluleikari og verktaki og hefur reynslu af að leika á mörgum sviðum, þar á meðal spunatónlist og í bæði minni og stærri hljómsveitarverkefnum.

Enn fremur er Rebekka með BA gráðu í tónvísindum frá Háskólanum í Ósló (UiO) þar sem hún rannsakaði jákvæð áhrif tónlistar á heilann. Er þetta allt hluti af hvata hennar og drifkrafti að dreifi tónlist enn víðar til almennings bæði í gegnum kóra- og barnakórastarfsemi jafnt sem flytjandi. Söngur og tónlistarflutningur er ekki bara góð líkamsrækt heldur einnig félagsleg virkni sem leiðir til betri geðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem læra að æfa tónlist og líkja eftir hljóðum á unga aldri hafa betri forsendur til að læra tungumál og eru ólíklegri til að þróa með sér lesblindu í framtíðinni. Í NORÐFÓLK á Seiglu 2024 mun Rebekka stýra viðstöddum í gagnvirkum þjóðlaga útsetningum, leika hlutverk innan sagna, leika á fiðlu og syngja.




REBEKKA KEMUR FRAM Á
Norðfólk