Kvöldstund á Bilkerstræti
10. ágúst kl. 20:00, Norðurljós
Kaupa miða
Þegar Róbert og Clara Schumann bjuggu saman á Bilkerstræti í Düsseldorf héldu þau regluleg tónlistarkvöld í stofunni heima, þar sem tónlistarsinnaðir vinir og vandamenn komu saman, spiluðu, sungu og skiptust á hugmyndum. Meðal þessara vina voru hinn ungi Jóhannes Brahms, fiðluleikarinn Jósef Joachim og tónsmíðanemandi Róberts, Albert Dietrich. Það var á þessum árum sem vinirnir Róbert Schumann, Brahms og Dietrich unnu saman að skrifum fiðlusónötu handa Joachim. Fiðlusónata þessi fékk heitið “F-A-E sónatan” og leit fyrst dagsins ljós á einu slíku tónlistarkvöldi í Düsseldorf.
Þessi kvöldstund á Bilkerstræti í Norðurljósum Hörpu fléttir saman verkum eftir Johannes, Albert, Róbert og Clöru ásamt sellósónötu eftir nemanda Clöru, Luisu Le Beau. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari og Antoine Préat píanóleikari koma fram og endurskapa þessar töfrastundir sem fram fóru í stofu Schumannhjónanna.
Barinn verður opinn og velkomið er að koma með drykkjarföng inn í Norðurljós til að njóta á meðan tónleikunum stendur.
Tónleikaspjall kl. 19:15
Fáðu þér drykk í Yoko-horni og heyrðu í flytjendum Seiglu spjalla um tónleikana sem eru framundan, segja frá efnisskránni og tónlistinni sem þeir munu spila seinna um kvöldið
Efnisskrá
Clara Schumann
Þrjár rómönsur Op. 22
J. Brahms, R. Schumann
Kaflar úr F-A-E sónötu,
útsettir fyrir selló og píanó
II. Intermezzo (Schumann)
III. Scherzo (Brahms)
Leos Janacek
Póhadka
Jón Nordal
Myndir á þili
Gabriel Fauré
Elegy
Johannes Brahms
Sónata í e-moll Op. 38
Fram KOMA
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
Sellóleikari
Antoine Préat
Píanóleikari