Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir




Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hefur haslað sér völl sem einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið mikið lof fyrir "afar músíkalskan flutning", "endalaus blæbrigði" og "dýpt og breidd" í túlkun (Morgunblaðið). Hún hefur komið fram í mörgum af helstu tónleikasölum heims, þar á meðal Carnegie Hall í New York, Southbank Centre í Lundúnum, Fílharmóníunni í Varsjá og Banff Centre í Kanada. Hún hefur einnig leikið sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins og Sinfóníuhljómsveit Konunglegu tónlistarakademíunnar í Lundúnum. Hún hefur svo starfað sem Unglistamaður hjá Tónlistarhátíð Unga Fólksins og Tónlistarakademíunni í Hörpu. Sumarið 2021 hélt Geirþrúður í tónleikaferðalag um Ísland þar sem hún lék allar sex einleikssellósvítur J.S. Bach á tónleikum víðsvegar um landið. Lokatónleikarnir fóru fram í Norðurljósum í Hörpu og hlutu mikið lof gagnrýnanda, sem ritaði um flutning hennar, "túlkunin einkenndist af snerpu og skaphita, sannfærandi flæði og músíkölsku innsæi. Smæstu blæbrigði voru einstaklega fallega mótuð, en meginlínurnar skýrar... Þetta var mögnuð upplifun (Fréttablaðið)." 

Geirþrúður hefur holtið ýmis verðlaun fyrir flutning sinn en þar má nefna alþjóðlegu Anton Rubinstein sellókeppninna, í Hellam Young Artist keppninna, New York International Artists Association keppnina og Thaviu strengjakeppninna. Hún var nýlega í undanúrslitum í alþjóðlegu Lutoslawski sellókeppninni í Póllandi og var valin sem listamaður hjá City Music Foundation í London. Hún bar sigur í býtum í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2012 og hefur einnig hlotið styrki úr Minningarsjóði um Jean-Pierre Jaquillat, Ingjaldssjóði, Samfélgassjóði Valitor, Tónlistarsjóði Rótarý, American-Scandinavian Foundation, American-Scandinavian Society, Leifur Eiríksson Foundation, Kathleen Trust og Drake Calleja Trust.





GEIRÞRÚÐUR KEMUR FRAM Á
Kvöldstund  á  Bilkerstræti