Eggertsson



10. ágúst kl. 22:00, Flói


Kaupa miða

Hjörtur Páll Eggertsson sellóleikari og stjórnandi og Pétur Eggertsson tónskáld eru bræður, og þykja ansi líkir. Báðir spila þeir á strengjahljóðfæri og báðir ganga þeir með gleraugu. Svo eru talraddir þeirra nánast eins. Á tónleikunum munu bræðurnir varpa ljósi á samstarf sitt og flytja fjögur verk sem eru öll samin af Pétri og flutt ýmist af Hirti einum     eða þeim saman. Tvö verkanna verða frumflutt á tónleikunum, og eitt frumflutt í endurskoðaðri mynd. Tónleikarnir krefjast myrkurs og freyðivíns og fara þess vegna fram seint að kvöldi í Flóa.


Efnisskrá

Pétur Eggertsson
             No One Nose (2017)
             Niður, inn, út, upp (2022)
             Raddbönd (2024)
             Remove the Groove (2019)


    Fram KOMA

    Pétur Eggertsson
    Tónskáld

    Hjörtur Páll Eggertsson
    Sellóleikari & stjórnandi