Pétur Eggertsson




Pétur Eggerts er tónskáld sem vinnur í gegnum sjónlistir og gjörninga. Umbreyting hljóðs í gegnum handahófskenndar þýðingar í mismunandi miðla (eða öfugt) er í brennidepli verkum hans og auk þess eru hlutverk bæði flytjenda og áhorfenda könnuð og aukin.

Áhorfendur geta haft áhrif á framvindu verka hans og flytjendur gætu fundið sig í undarlegum aðstæðum. Hann hefur áhuga á siðum og virkni tónleikahalds og vill skapa inngripstækifæri fyrir alla þátttakendur. Verkin hans fara oft úrskeiðis og það er oft erfitt að átta sig á hvort mistökin sé tilætluð eða ekki. 

Pétur útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands 2018, og með MA gráðu frá Mills College í Oakland, Californiu vorið 2020. Pétur hefur spilað og starfað með fjölda tónlistar- og listamanna í gegnum tíðina og verk hans hafa verið flutt eða sýnd víðsvegar um heiminn. Hann er þar að auki meðlimur í fiðluteknótvíeykinu Geigen og rokkhljómsveitinni Skelkur í bringu og skapar dansvæna raftónlist undir nafninu Hjalti Kaftu. 





PÉTUR KEMUR FRAM Á
Eggertsson