Hjörtur Páll
Eggertsson




Hjörtur Páll Eggertsson var fimm ára gamall þegar hann hóf að leika á selló. Fyrsti kennari hans var Örnólfur Kristjánsson, en hann stundaði síðar frekara nám hjá Sigurgeiri Agnarssyni og Gunnari Kvaran. Hjörtur hefur frá árinu 2012 tekið virkan þátt á ýmsum masterklössum og hátíðum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í mars 2017 lék hann einleik með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík og tveimur árum síðar lék hann einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem einn af 4 sigurvegurum Ungra Einleikara það árið. Hjörtur er einnig virkur í flutningi kammertónlistar og hlaut meðal annars Nótuna árið 2014 ásamt strengjakvartetti sínum og hefur síðan þá komið fram á ýmsum kammertónlistarhátíðum í Evrópu. Auk þess er hann meðlimur Kammersveitarinnar Elju og Det Danske Ungdomsensemble ásamt því að hafa leikið reglulega sem aukamaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Copenhagen Phil.

Eftir að hann lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2017, hélt Hjörtur til Kaupmannahafnar í framhaldsnám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk nýlega Mastersnámi undir handleiðslu Prof. Morten Zeuthen, Toke Møldrup og Prof. Tim Frederiksen. Hjörtur leikur á selló smíðað fyrir hann af Hansi Jóhannssyni árið 2016. Auk sellóleiks hefur Hjörtur líka lagt stund á hljómsveitarstjórnun. Á árunum 2020-2022 var hann einn af 6 nemendum Malko stjórnendaakademíu Dönsku Útvarpshljómsveitarinnar. Síðan þá hefur hann tekið þátt í ýmsum stjórnendamasterklössum, þar á meðal hjá Herbert Blomstedt, Fabio Luisi og Nicolás Pasquet og stjórnað tónleikum með Kammersveitinni Elju, Athelas Sinfonietta og DR Vokalensemblet. Þar að auki hefur Hjörtur tekið þátt í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2023 og var nýlega valinn inn í Dirigentløftet, sérstakt hvatningarprógramm fyrir unga stjórnendur í Danmörku. Hann hóf formlegt stjórnendanám við Conservatorium van Amsterdam undir handleiðslu Ed Spanjaard haustið 2023.





HJÖRTUR KEMUR FRAM Á
Eggertsson