Temporal Harmonies Inc.



Píanótríóið Temporal Harmonies Inc. var stofnað af útskriftarnemum Royal Academy of Music í London og leggur áherslu á nýsköpun í gegnum samvinnu og könnun á mörkum tónlistarstíla. 

Þau sérhæfa sig bæði í eldri tónbókmenntum og nýjum verkum, sem og útsetningum sem eru mótaðar af ástríðu þeirra fyrir bæði sögulegri framvindu og samtímatónlist. Í gegnum náið samstarf og tilraunastarf með bæði nútíma- og sögulegum hljóðfærum leitast tónlistarmenn THI við að rannsaka hlutverk hljóðfæranna í samtímaflutningi og víkka út efnisskrá fyrir þessa hljóðfærasamsetningu. Þau fá innblástur af samstarfi milli ólíkra listgreina og leitast sveitin við að fella þverfaglega samvinnu inn í flutning sinn.

Meðlimir sveitarinnar koma frá Bandaríkjunum, Póllandi og Kína og hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu: Xiaowen Shang píanóleikari hefur hlotið titilinn BBC Rising Star og Mikolaj Piszczorowicz sellóleikari var veittur New Elizabethan Award. Allir meðlimir hafa víðtæka reynslu sem spannar allt frá sögulegum flutningi til samtímaverka. Meðal samstarfsverkefna sem hópurinn hefur nýlega verið partur af má nefna frumflutning á tríóverki Ashkans Layegh fyrir flautu, selló og píanó og fyrsta tríóverki Zygmunds de Somogyi í Wigmore Hall (verk sem Royal Philharmonic Society pantaði sérstaklega). Innan fyrsta starfsárs hlaut sveitin Jacob Barnes-verðlaunin, frumflutningur fór fram á Students Create, listahátíð Royal Academy of Music. 

Temporal Harmonies Inc. hefur komið fram víða í London, þar á meðal á opnunartónleikum tónleikaraðarinnar For Crying Out Loud í Wigmore Hall árið 2024. Sveitin hefur einnig verið með hádegistónleika í Royal Academy of Music, tekið þátt í kammertónleikum í St. Mary Le Strand og verið hluti af píanóhátíð Royal Academy. Í fyrrasumar fluttu þau tónleika í píanógalleríi skólans þar sem þau fluttu verk á hljóðfæri frá barokktímabilinu til upphafs 20. aldar. Árið 2025 munu þau flytja aðra tónleika í Wigmore Hall, með stuðningi frá Royal Philharmonic Society.



Temporal harmonies inc. Koma fram á
Quarter-Life Crisis

Meðlimir Temporal harmonies inc.  

Lydia Walquist
Mikolaj Piszczorowicz
Xiaowen Shang