Eva Þyri Hilmarsdóttir


píanóleikari


Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari hefur verið áberandi í tónlistarlífinu undanfarin ár og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 fyrir geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar, ásamt Erlu dóru Vogler.

Að loknu námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og The Royal Academy of Music í London, þar sem hún vann til verðlauna fyrir lokatónleikana sína, hefur hún verið virk í flutningi kammer- og ljóðatónlistar og komið fram með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins auk þess að hafa haldið einleikstónleika og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka á tónlistarhátíðum innan lands sem utan. Einnig tók Eva Þyri þátt í nýstárlegri uppsetningu Íslensku Óperunnar á Mannsröddinni eftir Poulenc árið 2017.

Eva Þyri var í listrænu teymi tónleikaraðarinnar „Ár íslenska sönglagsins“ sem fram fór í Salnum í Kópavogi veturinn 2022-23 og hún er annar stofnenda ljóðatónlistarhátíðarinnar „Ljóðið lifi“ sem var haldin í hannesarholti.

Hún starfar við Listaháskóla Íslands og Nýja tónlistarskólann samhliða tónleikahaldi.


eva þyri kemur fram á 
Sundur & saman
Mannsröddin