Brautryðjandi sögur



11. ágúst kl. 20:00, Norðurljós


Kaupa miða

Lokatónleikar Seiglu varpa ljósi á tónskáld og einstaklinga sem ruddu brautina fyrir kynslóðirnar sem á eftir komu. Rannveig Marta Sarc fiðluleikari ásamt píanóleikaranum Ernu Völu flytja tónlist sem á það sameiginlegt að vera samin af eða tileinkuð lituðu tónlistarfólki, en klassísk tónlist eftir litað fólk er því miður ekki mikið flutt og hefur ekki hlotið verðskuldaða athygli. Jessie Montgomery hlaut GRAMMY verðlaunin í ár og er eitt vinsælasta tónskáld samtímans. Hún samdi verkið Friður fyrir fiðlu og píanó í byrjun heimsfaraldursins 2020 og lýsir því að í fyrsta sinn hafi hún litið á sorg sem eitthvað annað en neikvæða tilfinningu, og þá frekar sem nauðsynlegan þátt af tilveru okkar. Tónlist Eleanor Alberga inniheldur einstakan hljóðheim þar sem heyra má áhrif frá heimalandi hennar Jamaica. The Blue Wild Yonder er yfirfullt af skemmtilegri hrynjandi. 


William Grant Still sótti  innblástur til þriggja stytta sem gerðar voru á fjórða áratugi 20. aldar af listamönnum sem kenndir voru við “Harlem endurreisn”, þegar hann samdi svítu fyrir píanó og fiðlu, en í tónlistinni má heyra mikil áhrif frá djass og blús. Í fyrstu virðist lokaverk tónleikanna, Kreutzer fiðlusónata Beethovens, ef til vill ekki eiga við, en ekki vita allir að upprunalega var sónatan tileinkuð afró-evrópska fiðluleikaranum George Bridgetower. Sónatan var frumflutt af Bridgetower og Beethoven árið 1803. Óundirbúin og ævintýraleg frumraun þeirra er til vitnis um áhrif Bridgetower á þetta meistaraverk.

Tónleikaspjall kl. 19:15

Fáðu þér drykk í Yoko-horni og heyrðu í flytjendum Seiglu spjalla um tónleikana sem eru framundan, segja frá efnisskránni og tónlistinni sem þeir munu spila seinna um kvöldið.





Efnisskrá

Jessie Montgomery
             Peace fyrir fiðlu og píanó

Eleanor Alberga 
             The Wild Blue Yonder

William Grant Still
            Svíta fyrir fiðlu og píanó
             1. Afrískur dansari
             2. Móðir og barn
             3. “Gamin”


Ludwig van Beethoven
             Sónata fyrir fiðlu og píanó 
             nr. 9, Op. 47 “Kreutzer”










    Fram KOMA

    Rannveig Marta Sarc
    Fiðluleikari

    Erna Vala
    Píanóleikari