Íris Björk Gunnarsdóttir
Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran, er leikárið 2023-24 með ráðningu við Þjóðaróperu Noregs. Hún hóf söngnám 21 árs við Söngskóla Sigurðar Demetz og er með bachelorgráðu í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands. Hún nam eitt ár við Óperuháskólann í Stokkhólmi og lauk mastersgráðu við Óperuháskólann í Osló vorið 2023. Íris Björk sigraði söngkeppnina Vox Domini árið 2018 og hlaut titilinn ,,Rödd ársins”. Í lok árs 2020 bar Íris Björk sigur úr býtum í árlegri keppni Ungra einleikara og kom því fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á samnefndum tónleikum í Eldborg í maí 2021.
Hlutverk sem Íris Björk tókst á við á námsferli sínum eru meðal annars Governess í Turn of the Screw, Nedda í Pagliacci, Lauretta og Nella í Gianni Schicchi, Alice í Falstaff, Mimì í La Bohéme, Sandrina í La finta giardiniera og Gertrude Stein í 27. Hún söng Svörtu drottninguna í heimsfrumsýningu á Lísu í Undralandi eftir John Speight í Reykjavík 2021. Á leikárinu 2023-24 er Íris Björk ráðin við Þjóðaróperu Noregs og mun syngja í uppfærslum hússins á La traviata, Orfée aux enfer, Madama Butterfly og Dialogues des Carmélites. Hún kemur reglulega fram á tónleikum bæði á Íslandi og Noregi.
ÍRIS PERFORMS AT
Brass & Breath