Steinunn María Þormar


sópran og sellóleikari

Steinunn María Þormar er sópransöngkona og sellóleikari. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2024 með Bakkalárgráðu í söng og sellóleik. Hún hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitum og sungið fjölbreytt hlutverk í óperuuppsetningum skólans. Hún hefur einnig spilað á selló inn á nokkrar plötur.

Sumarið 2021 starfaði hún ásamt Ólínu Ákadóttur og Hafrúnu Birnu Björnsdóttur í Listhópum Hins hússins með verkefnið Artemis-óður til náttúrunnar. Árið 2022 fór hún ásamt kammerhópnum Stundarómur (nf.) í tónleikaferðalag þar sem hópurinn hélt þrenna tónleika á Íslandi og þrenna tónleika í Noregi. Sumarið 2023 kom Stundarómur fram á tónleikunum Gimbillinn mælti á tónlistarhátíðinni Seiglu sem haldin er ár hvert í águst í Hörpu. Sama sumar hlaut hún styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna ásamt Dr. Caylu Rosché til að hljóðrita texta úr íslenskum sönglögum á IPA (international phonetic alphabet) beinþýða þá og þýða eftir merkingu ljóðsins. Einnig tók hún upp myndbönd þar sem hún les upp textana.

Haustið 2023 tók hún þátt í verkefninu Look at the Music í Tjarnarbíói þar sem heimur heyrnarskertra og tónlistar sameinuðust í nýtt listform. Í júní 2024 hlaut hún styrk úr sjóði Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi árangur í námi. Sumarið 2024 kom hún fram á tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju.

Sumarið 2025 vinna Steinunn og Ólína að því að setja saman nýjan söngleik byggðan á verkum Jórunnar Viðar. Hún er einnig meðlimur í Sviðslistahópnum Gjallandi sem vinnur að uppsetningu á óperunni Suor Angelica eftir G. Puccini.  Steinunn stundar nú Meistaranám í söng í Konunglegu dönsku tónlistarkonservatoríunni.




steinunn kemur fram á
Tröllkonan og töfraeyjan

steinunn er meðlimur  
Stundaróms