Seiglazine
Í ritinu má finna aðsendar greinar, smásögur, ljóð, myndir og teikningar, hugleiðingar, slúður, verkalista og ýmislegt fleira sem barst ritinu í opnu kalli fyrr á árinu, og auk þess er þar að finna hátíðardagskrá Seiglu og upplýsingar um viðburði og flytjendur hátíðarinnar.
Höfundar Seiglazine 2025 eru
Hlín Pétursdóttir Behrens
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
Edda Oskars
Erna Vala Arnardóttir
Ásta Kristín Pjetursdóttir
Zygmund de Somogyi
Kristín Einarsdóttir Mäntylä
Guja Sandholt
Ritstýrt af Ernu Völu Arnardóttur
Hannað af Lee Marable
Hægt verður að kaupa eintök með því að hafa samband við zine@seiglafestival.com, eða á varningsborði á Seiglu í Hörpu yfir helgina 8.-10. ágúst. Seiglazine er einnig til sölu í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu, Bókakaffinu í Ármúla og hjá Forlaginu.
Verð: 1.800 kr.
Útgáfuhóf Seiglazine
Komdu og fagnaðu fyrsta riti Seiglazine með okkur í Skáldu bókabúð á Vesturgötu þriðjudaginn 5. ágúst kl. 18:00. Höfundar kynna ritið og léttar veitingar verða í boði.
Öll hjartanlega velkomin og hlökkum til að sjá ykkur!