Vinnustofa:
Grafísk nótnaskrift
9. ágúst kl. 16:30, hörpuhorn
Kaupa miða
Taktu þátt í skapandi vinnustofu með tónskáldinu og listakonunni Lilju Maríu Ásmundsdóttur. Hún leiðir þátttakendur í gegnum heim grafískrar nótnaskriftar: aðferðar við að skrifa tónlist sem krefst ekki hefðbundinnar nótnaskriftar, heldur ýtir undir ímyndunarafl og skapandi tjáningu í gegnum myndrænar lýsingar á tónlist.
Engin fyrri reynsla er nauðsynleg fyrir þátttöku í vinnustofunni, hún er opin öllum forvitnum.
Þessi vinnustofa er góður inngangur að tónleikum Temporal Harmonies Inc., Quarter-Life Crisis, sem fara fram síðar sama kvöld. Þar verður áhorfendum boðið að skrifa sín eigin grafísku verk á meðan tónleikunum stendur, sem verða síðan túlkuð af hljóðfæraleikurum hópsins í seinni hluta tónleikanna.
Framlag gegn þátttöku í vinnustofunni er frjálst
Gestir Seiglu geta ákveðið hvort og þá hvað þeir vilja greiða fyrir þátttöku í vinnustofunni, við bjóðum ykkur að greiða það sem þið getið eða teljið viðburðinn vera virði. Ráðlagt framlag er 1.500kr en öll framlög styðja áframhaldandi starfsemi hátíðarinnar.
Fram KeMur
Lilja María Ásmundsdóttir
Tónskáld og listakona