Erla Rut Árnadóttir
fjármálastjóri
Á sínum yngri árum lagði Erla Rut stund á píanónám í Nýja tónlistarskólanum og við Listaháskóla Íslands, þar sem kennarar hennar voru Vilhelmína Ólafsdóttir og Peter Maté. Síðar kláraði hún BA-gráðu í mannfræði og hagfræði og MS-gráðu í líftölfræði við Háskóla Íslands. Í dag starfar hún sem líftölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og við píanókennslu hjá Nýja tónlistarskólanum, en auk þess er hún meðlimur í kórnum Vocal Project.