Daniel Haugen
euphoniumleikari og tónskáld
Daniel Haugen er norskur euphoniumleikari og tónskáld. Hann lauk bakkalárnámi í klassískri tónlist við Tækni- og vísindaháskóla Noregs árið 2025 og var þar fyrstur til að útskrifast með euphonium sem aðalhljóðfæri. Á meðan á náminu stóð stundaði hann einnig nám við Norska tónlistarháskólann og Hochschule für Musik und Tanz í Köln.
Sem euphoniumleikari beinist starf hans að miklu leyti að blásarasveitum, lúðrasveitum og kammerhópum fyrir málmblásturshljóðfæri. Hann starfaði sem hljóðfæraleikari í lúðrasveit Konunglegra landvarða Noregs og leikur nú reglulega með atvinnuhljómsveitum norska hersins sem staðgengill. Í lokaprófi sínu flutti hann eigið verk sem einleikari með flugsveit norska hersins. Sem kammermúsíkant tekur Daniel þátt í fjölbreyttu tónleikahaldi með ýmsum kammerhópum, en kemur hvað reglulegast fram með eigin kvartett, Grenland Brasskvartett, þar sem hann er jafnframt útsetjari og tónskáld hópsins.
Auk þess að vera flytjandi er Daniel virkur meðlimur í norsku tónskáldasamtökunum og starfar sem tónskáld og útsetjari afar fjölbreyttra verkefna. Má þar nefna verk sem pantað var fyrir próftónleika við Háskólann í Stavanger, tónlist fyrir dansverk eftir danshöfundinn Idu Haugen, verk fyrir blásarasveitir á borð við Telemark Messingensemble og Konunglegu landvarðasveitina, auk kammerverka fyrir Grenland Brasskvartett og Stundaróm.
Daniel hefur einnig reynslu af tónlistarkennslu og hefur kennt á blásturshljóðfæri við tónlistarskóla í Skien og stjórnað barnalúðrasveit Gimsøy. Grenland Brasskvartett leggur jafnframt mikla áherslu á fræðslustarf og heldur námskeið fyrir skólahljómsveitir á svæðinu. Árið 2021 hlaut hann viðurkenningu fyrir tónlistarstarf sitt í heimabyggð með styrk frá tónlistarsjóði Øyvinds Strand og menningarstyrk frá tónlistarráði Skienbæjar.
Daniel gekk til liðs við Stundaróm þegar hópurinn hóf starfsemi sína árið 2022 og hefur síðan þá verið virkur sem tónskáld og útsetjari fyrir hópinn.
daniel kemur fram á
Tröllkonan og töfraeyjan
daniel er meðlimur Stundaróms