Þorgrímur Þorsteinsson


upptökustjóri

Þorgrímur Þorsteinsson er menntaður tónmeistari frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann sérhæfir sig í hljóðritun á órafmagnaðri tónlist og hefur á síðustu árum starfað með mörgu af fremsta tónlistarfólki landsins á sviði klassískrar- og djasstónlistar. Þorgrímur hefur hljóðritað fjölda tónleika og tónlistarhátíða og hljóma hljóðritanir hans reglulega í dagskrá Rásar 1.

Bakgrunnur Þorgríms spannar breitt svið tónlistar, en fyrir námsdvöl sína í Kaupmannahöfn hafði hann lokið burtfaraprófi í rytmískum gítarleik frá Tónlistarskóla FÍH og Bakkalárgráðu í Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Þorgrímur hefur einnig sungið með fjölda kóra og kemur reglulega fram sem hljóðfæraleikari.