Vera Hjördís Matsdóttir
kynningarstjóri
Vera Hjördís Matsdóttir lauk meistaragráðu í klassískum söng við Koninklijk Conservatorium Í Den Haag í Hollandi undir leiðsögn Frans Fiselier árið 2024. Vera hlaut inngöngu á Opernfest Prague sem fór fram í júlí í fyrra þar sem Vera kom m .a. fram Í Smetana Hall í Prag ásamt sinfóníuhljómsveit hátíðarinnar. Vera var í hópi þeirra 16 afburða námsmanna sem hlutu námsstyrk frá Landsbankanum árið 2023. Vera var einnig valin sem styrkhafi úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen vorið 2020 þegar hún lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar voru Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir and Þóra Einarsdóttir. Vera hefur sinnt ýmsum fjölbreyttum tónlistar tengdum verkefnum á Íslandi sem og erlendis..Vera er flytjandi í myndbandsverki Sigrúnar Gyðu Sveinsdóttur sem sýnt er um þessar mundir á Listasafni Reykjavíkur sem hluti af sýningunni D-vítamín en Vera fór einnig með aðalhlutverk í óperunni SKJÓTA eftir sama höfund sem flutt var í Ásmundarsal í júní á þessu ári. Í febrúar á þessu ári var Vera einsöngvari í flutningi á Oratorio De Noël eftir Saint Saëns í Seltjarnarneskirkju undir stjórnar Stefan Sand. Vera tekur þátt í flutningi á óperunni SKJÓTA í Hollandi í september næstkomandi. Í mars á næsta ári fer Vera með hlutverk Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í uppsetningu Kammeróperunnar í Borgarleikhúsinu.