Stundarómur



Kammerhópurinn Stundarómur hefur verið starfræktur frá árinu 2022 og samanstendur af píanóleikaranum Ólínu Ákadóttur, víóluleikaranum Hafrúnu Birnu Björnsdóttur, tónskáldinu og euphoniumleikaranum Daniel Haugen, söngkonunni og sellóleikaranum Steinunni María Þormar og tónskáldinu og klarínettleikaranum Ester Aasland.

Sumarið 2022 fór  Stundarómur í tónleikaferðalag á Íslandi og í Noregi þar sem verk Jórunnar Viðar og Edvards Griegs sameinuðust í nýjum útsetningum. Sumarið 2023 hélt Stundarómur tónleikana Gimbillinn mælti á tónlistarhátíðinni Seiglu. Þar voru flutt ný verk eftir Daniel Haugen ásamt öðrum íslenskum lögum í nýjum útsetningum.




stundarómur kemur fram á
Tröllkonan og töfraeyjan

meðlimir stundaróms  
Ester Aasland
Hafrún Birna Björnsdóttir
Steinunn María Þormar
Ólína Ákadóttir
Daniel Haugen