Hafrún Birna Björnsdóttir
víóluleikari
Hafrún Birna Björnsdóttir er íslenskur víóluleikari. Hún lauk framhaldsprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2020 og burtfararprófi á víólu árið 2021. Hafrún útskrifaðist með B.Mus gráðu í víóluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2024, þar sem hún stundaði nám hjá Þórunni Ósk Marinósdóttur. Á námsárinu 2023–2024 fór hún í skiptinám til Finnlands og stundaði nám við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki. Hafrún stundar nú meistaranám í víóluleik við Sibeliusar-akademíuna undir handleiðslu Atte Kilpeläinen, leiðara víóludeildar Fílharmóníusveitar Helsinki.
Hafrún hefur tekið þátt í fjölbreyttum námskeiðum og verkefnum, meðal annars Euro Music Festival, Harpa International Music Academy og Opera by the Fjord. Hún hefur spilað með Orkester Norden og Erasmus+ Orchestra og tvívegis gegnt hlutverki leiðara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig hefur hún starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni. Veturinn 2024 hlaut hún starfsnámstöðu við Fílharmóníusveit Helsinki og lék með sveitinni vorið 2025.
Á sviði kammer- og skapandi tónlistar hefur Hafrún tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum. Meðal annars í Listhópum Hins hússins með verkefnið Artemis 2021 og verkefnið SPÍRA 2024. Árið 2022 varð Stundarómur að veruleika og fór hópurinn í tónleikaferðalag um Ísland og í Noreg sama sumar. Hún hefur einnig unnið með spunatónlist og eigin tónsmíðar fyrir víólu og looper-pedal og hyggst gefa út plötuna SPÍRA með eigin verkum á árinu.
Hafrún kemur fram á
Tröllkonan og töfraeyjan
hafrún er meðlimur Stundaróms